Ísafjörður: Sóli Hólm í Hömrum 27. okt

Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm verður með ógleymanlega skemmtun í Hömrum fimmtudaginn 27. október kl 20.30.
Í sýningunni sem hefur hlotið stórkostlegar viðtökur gerir Sóli meðal annars upp lífið sem sviðslistamaður í heimsfaraldri meðan hann bregður sér um leið í líki þjóðþekktra íslendinga eins og honum einum er lagið. Sóli hefur sýnt yfir 50 sýningar víðs vegar um landið.

Miðasala á TIX.IS einnig við innganginn.


DEILA