Patreksfjörður: Orkubúið leitar að jarðhita

Svæðið sem jarðhitaleitin nær til.

Orkubú Vestfjarða hefur sótt um fjögurra ára leyfi til rannsókna á heitu vatni á Geirseyri við Patreksfjörð. Þar eru volgrur þekktar, mest 14″C heitar og innan rannsóknarsvæðisins sem sótt erum er búið að bora frá 1976 þrettán borholur. Búið er að finna rúmlega 30″C heitt vatn og efnagreiningar benda á aðeins heitara.

Ætlunin er að afmarka betur svæðið sem talið er vænlegast að bora í og bora svo vinnsluholu og láta á það reyna að ná 20 – 30 gráðu heitt vatn í nægjanlegu magni fyrir varmadælu sem yrði þá tengd við rafkynta hitaveitu staðarins.

Verði hægt að dæla 32 lítrum á sek myndi það duga veitunni á kaldasta tíma ársins. Verði vatnið heitara minnkar magnið sem þarf. Gangi þetta eftir yrði hætt að nota olíu til húshitunar á Patreksfirði í bilanatilvikum.

Gert er ráð fyrir að boranir fari fram á næsta ári.

Umsóknin er til meðferðar hjá Orkustofnun sem sendi hana til Vesturbyggðar til umsagnar.

DEILA