Óbyggðanefnd: aðalmeðferð hefst aftur á morgun í Edinborgarhúsinu

Frá þinghaldinu í september. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Aðalmeðferð í málum á svæði 10B Ísafjarðarsýslum heldur áfram á morgun á Ísafirði. Tekin verða þá fyrir mál 1 – 3 og á miðvikudaginn 4. október verða á dagskrá mál nr 4 og 5. Þinghald hefst að líkindum kl. 9 að morgni báða dagana og er opið öllum.

Í síðasta mánuði fór aðalmeðferð fram í málum 6 – 8.

Mál nr 1 er fjalllendið norðan Geirþjófsfjarðar, svo er fjalllendið milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og mál nr. 3 er fjalllendið milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar auk Nesdals.

Mál nr 4 er fjalllendi milli Önundar-, Súganda-, Skutuls- og Álftafjarða auk Stigahlíðar og Hestfjalls og loks er mál nr. 5 fjalllendi við Glámu auk almenninga við Hestfjörð, Skötufjörð og Ísafjörð.

Hér má sjá lýsingu á kröfum málsaðila https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/

DEILA