Niðurgreiða félagsstarf en ekki frístundastyrkir

Frá tónleikum Tónlistarskóla Bolungavíkur.

Vesturbyggð og Bolungavíkurkaupstaður eru ekki með frístundastyrki frekar en Ísafjarðarbær sem eru til þess að styrkja tómstundastarf barna. ASÍ birti á dögunum úttekt sína um frísrundastyrki í 20 fjölmennustu sveitarfélögunum. Þar kom fram að Kópavogsbær er með hæstu styrkina 56.000 kr/ári.

Í úttektinni var ekki tekið tillit til annars konar stuðnings við íþróttastarf. Né voru æfingagjöld borin saman milli íþróttafélaga.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð segir að Vesturbyggð niðurgreiði tíma í íþróttasali fyrir íþróttafélögin og eru æfingargjöld því mjög lág fyrir íþróttaiðkenndur. Þá bendir hún einnig á Tónlistarskólann og segir að kostnaður við Tónlistarskólann séu niðurgreiddur og að gjöld fyrir tónlistarskólanemendur séu jafnframt lág.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík tekur í svipaðan streng. Stuðningur við íþrótta og tómstundastarf sé með rekstrarstyrkjum til UMFB, GBO og Hestamannafélagsins Gný, ásamt þeirri aðstöðusköpun sem metin er sem styrkur á hverju ári. Í síðasta ársreikning var þessi upphæð um 18m.kr.

„Sveitarfélagið rekur tónlistarskóla og svo erum við með styrki til hana annarri menningarstarfsemi í gegnum menningar- og ferðamálaráð“ segir í svari Jóns Páls.

DEILA