Maskína: óánægja með stjórnarandstöðuna

Stjórnarandstaðan fær lága einkunn í könnun Maskínu. Samsett mynd, Miðjan.

Mikil óánægja með störf stjórnarandstæðunnar mælist í könnum Maskínu sem unnin var í september. Könnunin fór fram frá 16. til 27. september 2022 og voru svarendur 2.142 talsins.

Aðeins 12% svarenda sögðust mjög eða fremur ánægð með störf stjórnarandstöðunnar en 41% voru mjög eða fremur óánægðir með stjórnarandstöðuna.

Þetta er mun lakari útkoma en ríkisstjórnin fékk í sömu könnun. Það voru 26% mjög eða fremur ánægð með störf ríkisstjórnarinnar og 42% voru mjög eða fremur óánægð með ríkisstjórnina.

Óánægjan er mjög svipuð með ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuna 42% og 41%, en hins vegar er ánægjan mun meiri með ríkisstjórnina 26% á móti 12%.

Þegar greint er eftir búsetu verður staða stjórnarandstöðunnar enn verri á Vesturlandi og Vestfjörðum, sem mælt er saman. Ánægjan með stjórnarandstöðuna er aðeins 9% á þessu svæði eða 3% lægra en landsmeðaltalið. Óánægjan með stjórnarandstöðuna er 41% , sem er það saman og á landsvísu.

Ánægjan með stjórnarandstöðuna er áberandi minni á landsbyggðinni en á Höfuðborgarsvæðinu. Best stendur stjórnarandstaðan í Reykjavík samkvæmt könnuninni. Þar er ánægjan mest eða 14% og óánægjan minnst , 38%.

DEILA