Langadalsá/Hvannadalsá : 99 laxar í sumar

Fyrirstöðuþrep í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Teljarinn er staðsettur í hólfinu ofan við þrepið. Mynd: Hafrannsóknarstofnun.

Veiði er lokið á Langadalsá og Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi þetta sumarið. Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsmanni Stara ehf ssem hefur árnar á leigu, veiddust Í Langadalsá 69 laxar og 15 bleikjur og í Hvannadalsá, sem deilir ós með Langadalsá, veiddust 30 laxar og 15 bleikjur. Samtals veiddust 99 laxar og 25 bleikjur.

Í fyrra var veiðin 110 laxar og árið 2020 var hún 107 laxar.

DEILA