Karfan: fyrsti heimaleikur KKD Vestra er á morgun

Fyrsti heimaleikur KKD Vestra er á morgun kl 11.00 í íþróttahúsinu á Ísafirði í 2 deildinni.

Liðið hefur tekið miklum breytingum og tekin var stefnumarkandi ákvörðun eftir síðasta tímabil um að fara niður í aðra deildina en ekki fyrst deildina, eftir fall úr efstu deild.  Sú ákvörðun var til að endurbyggja liðið með heimamönnum og leikmönnum sem eru að vinna hér.  Það verður því ansi ungt lið sem verður sent til leiks.  Pétur Már er áfram þjálfari liðsins og vinnur hörðum á því að móta úr okkar unga efnivið, leikmenn framtíðarinnar.  Það hafa nokkrar eldri kempur líka verið að láta sjá sig á parketinu og aldrei að vita nema að einhverjir heldri borgarar verði með í einhverjum leikjum vetrarins.

Andstæðingarnar í fyrsta leiknum eru Snæfell og þeir hafa verið undanfarin ár í svipuðu ferli og Vestri. 

Frítt er inn á leikinn og verður frítt inn á alla leiki vetrarins.  Seldar verða ljúffengar kaffiveitingar á morgun og m.a. hægt að næla sér í eina sneið af brauðtertu framleidda af Íslandsmeistaranum.  Leikurinn er sem fyrr segir kl 11.00 og húsið opnar um kl 10:30 fyrir kaffiþyrsta.

DEILA