Ískyggileg veðurspá á morgun, sunnudag

Vegagerðin hefur vakið athygli á ískyggilegri veðurspá á sunnudag. Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að á fjallvegum norðan- og norðaustanlands sé reiknað með stormi og stórhríð frá því um og fyrir hádegi og krapa á láglendi. SA-lands verða síðan skeinuhættir sviptivindar og sandfok.   

Lögreglan á Vestfjörðum vill af þessu tilfelli vekja athygli íbúa og ferðafólks á veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir næstu sólarhringana, sérstaklega hvað varðar næsta sunnudag.

Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum

„En ef spáin gengur eftir þá verður ekkert ferðaveður á Vestfjörðum og norðanverðu landinu. Hvatt er til þess að ferðalög verði skipulögð í samræmi við þetta og eins að allt lauslegt, sem gæti fokið úr stað, verði fest eða tryggt með öðrum hætti svo ekki hljótist foktjón af, sem og hætta.“

DEILA