Ísafjarðarhöfn: 1501 tonna afli í september

Frá Ísafjarðarhöfn á sjómannadaginn. Mynd: verkvest.is.

Alls var landað 1.501 tonni af afla í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði, auk þess sem Silver Bird No landaði 589 tonnum að rækju. Samtals komu því 2.090 tonn á land.

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson RE landaði 23 tonnum af rækju og 5 tonnum af botnfiski. Klakkur ÍS landaði 18 tonnum af rækju.

Jóhanna Gísla GK var aflahæst með 473 tonn. Páll Pálsson ÍS landaði 359 tonnum, Stefnir ÍS 221 tonni og Frosti ÞH 156 tonnum. Þesis skip voru á botntrollsveiðum.

Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 139 tonnum af afurðum og loks var línubáturinn Sighvatur GK með 110 tonn.

DEILA