Ísafjarðarbær: launakostnaður 2,3% undir áætlun

Leikskólinn Sólborg. Mynd: Ísafjarðarbær.

Launakostnaður Ísafjarðarbæjar fyrstu níu mánuði ársins er 2.406 milljónir króna og er 57,4 m.kr. undir fjárhagsáætlun ársins eða 2,3%. Þetta ekmur fram í minnisblaði deildarstjóra launadeildar Ísafjarðarbæjar.

Sundurliðun launakostnaðar sýnir að 8 deildir eru meira en 2 m.kr. undir áætlun og aðeins ein deild er meira en 2 m.kr. yfir áætlun.

Hafnarsjóður er 11 m.kr. yfir áætluninni eða rúmlega 9% og velferðarsvið, æskulýðs- og íþróttamál og fræðslumál eru öll meira en 10 m.kr. undir fjárhagsáætlun hvert fyrir sig.

Á velferðarsviðinu eru það stuðningsþjónustan og skammtímavistun sem eru mest undir áætluninni 10 m.kr hvor um sig. Á fræðslusviðinu er það Sólborg sem er 11 m.kr. undir áætluninni og Grunnskólinn á Þingeyri sem er mest yfir áætlun 7 m.kr. Loks er það Vinnuskólinn sem er 13 m.kr. undir áætlun í æskulýðs- og íþróttamálum.

DEILA