Ingjaldssandur: ljósleiðari og rafmagn lagt í sumar

Í sumar voru lagðir í jörð strengir frá Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði yfir Klúkuheiði til Sæbóls á Ingjaldssandi. Um var að ræða ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn. Þotan ehf í Bolungavík og starfsmenn Snerpu og Orkubús Vestfjarða unnu verkið sem lauk í síðasta mánuði. Vegaglengdin er 14 km.

Ljósleiðarinn hefur verið tengdur en tengingu rafmagnsstrengsins er ekki lokið en ekki er reiknað með öðru en að það klárist á næsta ári.

Verkið hlaut styrk úr átakinu Ísland ljóstengt.

Strengirnir lagðir við Sæból.

Myndir: Snerpa.

DEILA