Hvest: fullreynt varðandi samskipti við Þorstein

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að ástæða þess að tilboði Þorsteins Jóhannessonar, læknis hafi verið hafnað sé að fullreynt hafi verið varðandi samskipti stofnunarinnar við hann.

„Þegar Þorsteinn var við störf hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þótti fullreynt að koma samskiptum í ásættanlegt horf og var hann leystur frá störfum með starfslokasamningi. Héðan fór hann á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Þar hafa starfskraftar hans einnig verið afþakkaðir eftir ítrekuð samskiptavandamál og undirskriftalista samstarfsfólks sem gat ekki starfað lengur með honum. Heilbrigðisþjónusta er teymisvinna þar sem öll samskipti þurfa að byggja á virðingu.“

Tilvísun í grein á Skessuhorni:

DEILA