Handbolti: tap fyrir Aftureldingu

Harðverjar í sókn.

Hörður fékk Aftureldingu í Mosfellsbæ í heimsókn í gær í Olísdeildinni í handknattleik. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Mosfellingar forystuna og höfðu þeir 5 marks forystu í hálfleik. Í seinni hálfleik hélst lengi vel svipaður munur, en þegar leið á hálfleikinn minnkaði Hörður muninn og var hann aðeins 2 mörk þegar sjö mínútur voru eftir. Þá tókst Aftureldingu að auka muninn að nýju og unnu að lokum með 7 marka mun 29:36.

Leikurinn var nokkuð harður. Heimamenn fengu 9 tveggja mínútna brottvísanir og Afturelding 5 brottvísanir. Auk þess fengu tveir leikmenn Aftureldingar beint rautt spjald fyrir gróf brot.

Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar eftir leikinn með 9 stig eftir sjö leiki en Hörður er enn án stiga.

Mosfellingar tefla fram sterku liði og áttu Harðverjar í vandræðum með þá í varnarleiknum. Sóknin hjá heimamönnum var á köflum nokkuð góð og komu þeir hávöxnum varnarmönnum gestanna í vandræði með hraða sínum. Töluverðar framfarir hafa orðið á leik Harðar frá fyrsta leiknum á Hlíðarenda gegn Val svo sem sást gegn Stjörnunni í síðasta leik þegar Garðbæingar höfðu sigur undir lok leiksins.

Góð mæting var á leikinn og er talið að um 250 manns hafi verið á pöllunum.

Næsti heimaleikur verður eftir tvær vikur.

Leikmenn þakka áhorfendur fyrir í leikslok.
Áhorfendapallarnir voru þétt setnir.
Boltinn í marki Aftureldingar.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA