Handbolti: Hörður nálægt sigri í Breiðholtinu

Karlalið Harðar í Olísdeildinni í handknattleik lék tvo leik um helgina, báða fyrir sunnan. Fyrri leikurinn var við ÍR, liðið sem kom upp með Herði í vor. Nýliðaslagurinn varð jafn og spennandi. ÍR leiddi með þriggja marka mun í hálfleik 19:16 og sigraði að lokum 35:34.

Mörk Harðar gerðu: Suguru Hikawa 6, Mikel Amilibia Aristi 6, Endijs Kusners 5, Daníel Wale Adeleye 4, Noah Virgil Bardou 3, Jón Ómar Gíslason 3, Ásgeir Óli Kristjánsson 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Tadeo Ulises Salduna 2, Victor Manuel Iturrino 1.

Seinni leikurinn var í gær gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Sá leikur reyndist mun erfiðari o ogg var ÍBV með var með átta marka forskot, 23:15 í hálfleik. Enn frekar dróg í sundur með liðunum í seinni hálfleik og unnu Eyjamenn með átján marka mun 43:25.

Mörk Harðar : Daníel Wale Adeleye 5, Endijs Kusners 5, Jón Ómar Gíslason 4, Noah Virgil Bardou 4, Suguru Hikawa 3, Victor Manuel Iturrino 2, Sudario Eiður Carneiro 2.

Ljóst er að varnarleikur Harðar er höfuðverkur þarf að bæta hann svo liðið fari að ná góðum úrslitum.

DEILA