Halla Signý: spyr um skemmtiferðaskip

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþm.

Halla Signý Kristjánsdóttir (B), alþm. hefur lagt fram fyrirspurn til Innviðaráðherra um skemmtiferðaskip. Spyr hún hvort ráðherra hyggist taka til skoðunar lagasetningu um móttöku skemmtiferðaskipa hér á landi og hvort hann hyggist leggja til bann við landtöku skemmtiferðaskipa utan hafna á Íslandi. Ef hann hyggist ekki banna landtöku þá er spurt um rökin fyrir því.

Bæjarins besta innti Höllu Signýju eftir ástæðum hennar fyrir fyrirspurnunum. Hún sagði að skemmtiferðaskip hafi verið fátíð hér fyrir nokkrum árum eins og sjá megi á íslensku reglu- og lagagerðum varðandi móttöku þeirra réttindi og skyldur.  Nú megi þessi skip setja fólk í land utan hafna hér á landi eins og td. á Dynjanda og fleiri stöðum.
„Það hefur kannski vantað umgjörð og stefnu varðandi farþegaskip af þeirri stærðargráðu sem skemmtiferðaskipin eru, hér á landi og þegar fjöldinn er orðin sá sem hann er núna og stefnir í þá verðum við að vita hvað við viljum í þeim efnum. Þá eru settar takmarkanir á landtöku skemmtiferðaskipa í friðlandi Hornstranda eða skip með 51 eða fleiri farþega er óheimil nema að höfðu samráði við Umhverfisstofnun og þá með undanþágu, ég er þeirra skoðunnar að það ætti að eiga við um allt land.“

Þá sagðist Halla Signý taka undir það sem fram kemur í tillögu að strandsvæðaskipulagi fyrir Vestfirði þar sem vikið er að þörf fyrir stjórnun skemmtiferðaskipa nærri viðkvæmum svæðum til þess að hafa stjórn á fjölda farþega sem koma á land.

Beðið er svara ráðherra.

DEILA