Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar: breyttar áherslur

Ísafjarðarhöfn. Mynd: Ágúst Atlason.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri segir að ekki sé gerð krafa um skipstjórnarréttindi í auglýsingu um starf hafnarstjóra Ísafjarðarhafna heldur sér það kostur. „Það gerum við að víkka hóp mögulegra umsækjenda auk þess sem starf hafnarstjóra hefur þróast mikið síðustu árin og aukin áhersla verið lögð á rekstur og stjórnun.“ segir bæjarstjórinn.

Þá er ekki gerð krafa um að hafnarstjóri hafi hafnsögumannsréttindi en hingað til hefur hafnarstjóri jafnframt verið yfirhafnsögumaður. Ekki barst svar við því hvers vegna vikið er frá því.

Gerð er krafa um að hafnarstjóri hafi menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, reynsla af rekstri er skilyrði og þekking á hafnarmálum og opinberri stjórnsýslu er áskilin.

Starfið var auglýst um helgina í Fréttablaðinu og er umsóknarfrestur er til og með 24. október 2022.

DEILA