Fasteignir Vesturbyggðar: hagnaður af rekstri en neikvætt eigið fé

Patreksfjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fasteignir Vesturbyggðar ehf er félag í eigu sveitarfélagsins og annast rekstur íbúa í sveitarfélaginu. Félagið var stofnað 2003. Bókfært verð íbúðanna er 69 m.kr. en langtímaskuldir vegna þeirra eru 136 m.kr. Eigið fé er neikvætt um 65 m.kr. Aðalfundur félagsins var haldinn fyrir skömmu og ársreikningur 2021 lagður fram.

Fasteignamat fasteigna og lóða var um síðustu áramót 152 m.kr.

Tekjur félagsins voru húsatekjur 15 m.kr. og 14,2 m.kr. hagnaður af sölu fasteigna. Gjöld voru 12,5 m.kr. og vaxtagjöld 10 m.kr. Hagnaður ársins varð 6,8 m.kr.

Árð 2020 varð hagnaður 31,4 m.kr. sem skýrist einkum af meiri hagnaði af sölu fasteigna, sem varð nærri 44 m.kr. það ár.

Í stjórn félagsins voru kosin Þórkatla Soffía Ólafsdóttir. formaður og  Jón Árnason og Anna Vilborg Rúnarsdóttir meðstjórnendur.

DEILA