Dömukvöld Vestra á föstudaginn

Frá síðasta dömukvöldi sem haldið var 2019 í Félagsheimilinu í Bolungavík.

Á föstudaginn kemur, þann 7. október, verður dömukvöld knattspyrnudeildar Vestra haldið. Þetta er fimmta árið sem dömukvöldið er haldið og segir Tinna Hrund Hlyndsdóttir að það hafi alltaf lukkast virkilega vel og verið skemmtilegt.

Allur ágóði kvöldsins rennur í barna og unglingastarf knattspyrnudeildar Vestra.

Viðburðurinn er haldin í félagsheimilinu í Bolungavík og verður matur, happdrætti og almenn skemmtun.

Eitt það stærsta við þetta er okkar margrómaða happdrætti sem stendur yfir í heila viku, en við byrjum að draga út vinninga á morgun og drögum á hverjum degi fram að Dömukvöldinu og þá drögum við síðustu vinningana út.

Í fyrra seldust 1200 happdrættismiða og verður líklega engin breyting þar á í ár. Nú þegar hafa selt meira en 1000 miðar að sögn Tinnu Hrundar.

Byrjað var að draga í happdrættinu á laugaraginn og verða dregnir út 10 vinningar á dag fram að dömukvöldinu.

Tinna Hrund segir að enn séu til örfári miðar á dömukvöldið og eitthvað er eftir af miðum í happdrættinu. Hægt er að panta í síma 867-5168.

DEILA