Bolungavík: 40.000 kr frístundakort

Frá tónleikum Tónlistarskóla Bolungavíkur.

Bolungavíkurkaupstaður hefur um árabil veitt ungmennum í sveitarfélaginu frístundakort. Í ár nemur fjárhæðin 40.000 kr og er fyrir öll ungmenni sem eiga lögheimili í Bolungarvík og eru fæddir 2003 eða síðar.

Misskilnings gætti í frétt Bæjarins besta í gær um frístundakort og leiðréttist hún hér með.

Frístundakortið veitir endurgreiðslu á þátttökugjöldum eða námskeiðagjöldum í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi og geta forráðamenn komið með kvittanir jafnóðum og greiðsla fer fram þar til fjárhæðin hefur náð alls 40.000 krónum. 

Markmið frístundakortsins sem er að auka þátttöku barna og unglinga í íþrótta-, félags-, lista- og tómstundastarfi.

DEILA