Bolungavík: 25% afsláttur í Musterið

Bæjarráð Bolungavíkur hefur samþykkt tillögu forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar Árbær um tímabundin 25% afslátt á gullkortum frá 1. – 15. október. Svonefnd Heilsubæjarkort sem veitir aðganga í heilt ár að sundlaug, sauna og þreksal kostar 53.000 kr. en verður til sölu á 40.000 kr. á næstu dögum.

Magnús Már Jakobsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar segir að tilgangurinn með tilboðinu sé að ná aftur upp mætingu sem datt niður í covid19 tímabilinu. „Það var góður hópur sem nýtti sér ræktina fyrir covid19 og við viljum ná mætingunni upp aftur. Það var svipað upp á teningnum fyrir sunnan og ég heyri að aðsóknin sé að aukast aftur þar.“

Magnús Már segir að mjög góð aðsókn hafi verið í sumar að íþróttamiðstöðinni. Í júlí hafi að meðaltali verið 600 gestir á dag og sprengt öll fyrri met eins hafi ágúst verið góður.

Magnús Már Jakobsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Bolungavík.

DEILA