ASÍ: engin frístundastyrkir á Ísafirði

Kópavogur.

Í úttekt ASÍ á frístundastyrkjum sveitarfélaga, sem ætlaðir eru til þess að styrkja tómstundastarf barna, kemur fram að engir slíkir styrkir eru í Ísafjarðarbæ. Safnað var upplýsingum um styrkina í 20 fjölmennustu sveitarfélögum landsins og voru þeir veittir í 18 þeirra. Aðeins í Grindavík og Ísafjarðarbæ eru ekki slíkir styrkir veittir. ASÍ skilgreinir frístundastyki sem ákveðna peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi. Úttektin nær eingöngu til frístundastyrkja og ekki er tekið tillit til annars konar stuðnings við íþróttastarf. 

Það er gott að búa í Kópavogi

Kópavogsbær með hæstu frístundastyrkina, 56.000 kr. á ári. Fjarðabyggð er með lægstu styrkina, 10.000 kr. á ári en sveitarfélagið bauð ekki upp á frístundastyrki árið 2020. Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15.000 kr. frá árinu 2020. Reykjavíkurborg hefur gefið út að frístundastyrkir hjá sveitarfélaginu muni hækka úr 50.000 kr. á ári í 75.000 kr. á ári um næstkomandi áramót.

Síðast verð sambærileg úttekt árið 2020 og hefur upphæð frístundastyrkja hefur hækkað í 8 af 20 sveitarfélögum frá þeim tíma.  Engir frístundastyrkir voru í boði árið 2020 hjá Fjarðabyggð en þeir eru 10.000 kr. núna.  Í krónum talið hafa styrkirnir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15.000 kr. eða 43%. Styrkirnir hafa hlutfallslega hækkað mest hjá Norðurþingi, um 46% eða um 5.500 kr. Þá hækkuðu styrkirnir um 10.000 kr. eða 29% hjá bæði Árborg og Reykjanesbæ.

DEILA