Arnarlax: 1500 tonna leyfi í Arnarfirði endurnýjað

Höfuðstöðvar Arnarlax eru á Bíldudal. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Matvælastofnun hefur gefið út endurnýjað leyfi til Arnarlax fyrir 1500 tonna eldi á frjóum laxi í Fossfirði í Arnarfirði. Gildir nýja leyfið til 16 ára eða til 19. október 2038.

Fyrirtækið sótti um endurnýjun leyfisins í febrúar 2021. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á tímabilinu 19. september til 17. október 2022 og barst engin athugasemd vegna tillögunnar. Matvælastofnun hefur farið yfir og kynnt sér gögn málsins og telur þau lögmætan grundvöll til endurnýjunar rekstrarleyfis.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður 

Burðarþolsmat fyrir Arnarfjörð eru 20.000 tonn af frjóum eldislaxi og eru útgefin leyfi samtals fyrir 14.000 tonnum samkvæmt mælaborði fiskeldis.

DEILA