22 fyrirmyndarfyrirtæki á Vestfjörðum

Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf.

Viðskiptablaðið og Keldan hafa birt lista yfir fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2022. Alls eru 1170 fyrirtæki á listanum og þar af eru 22 fyrirtæki á Vestfjörðum.

Þau dreifast um Vestfirði þannig að sex eru á Ísafirði, önnur sex í Bolungavík, tvö eru á Patreksfirði, Tálknafirði og Drangsnesi og eitt á Reykhólum, Hólmavík og Hnífsdal.

Jakob Valgeir ehf í Bolungavík er efst á listanum af vestfirskum fyrirtækjunum og Hraðfrystihúsið Gunnvör hf kemur fast á hæla þess. Sex efstu fyrirtækin eru öll í sjávarútvegi.

Athygli vekur að stór fyrirtæki í fjórðungnum eru ekki á listanum. Má þar nefna Orkubú Vestfjarða hf, Arnarlax hf , Arctic Sea Farm hf og Kerecis hf.

Til þess að komast á listann þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði. Fyrirtækin þurfa að hafa skilað ársreikningi fyrir rekstrarárin 2021 og 2020 en rekstrarárið 2019 er einnig notað til viðmiðunar. Þau þurfa að hafa skilað jákvæðir afkomu árin 2021 og 2020  og tekjurnar þurfa að hafa verið yfir 40 milljónir króna hvort ár. Ennfremur þurfa eignir fyrirtækjanna að hafa verið yfir 80 milljónir króna í lok áranna 2021 og 2020. Eiginfjárhlutfall fyrirtækja þarf að hafa verið yfir 20% í lok áranna, nema í tilviki bankanna. 

Hér kemur listinn yfir fyrirtækin 22 sem Bæjarins besta hefur unnið upp úr samantekt Viðskiptablaðsins. Tölur eru í þúsundum króna, þannig að afkoma Jakobs Valgeirs ehf var nærri 1,7 milljarður króna í hagnað og tekjur þess 3.755 milljónir króna. Eigið fé þess var nærri 8,2 milljarðar króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfallið 40,7%.

StærðNafnFramkvæmdastjóriStaðurAfkomaTekjurEigið féEiginfjárhl.
42.Jakob Valgeir ehfJakob Valgeir FlosasonBolungavík1.688.1023.755.1728.199.12740,7
63.Hraðfrystihúsið Gunnvör hfEinar Valur KristjánssonHnífsdalur1.036.4606.103.4084.966.64733,1
125.Oddi hfSkjöldur PálmasonPatreksfjörður391.9113.345.1281.509.47435,1
153.Þórsberg ehfGuðjón IndriðasonTálknafjörður276.566410.6542.735.71459,4
169. Fiskmarkaður Vestfjarða hfSamúel Sigurjón SamúelssonBolungavík249.573634.274398.54375,6
224.Vébjarnarnúpur ehfJón Þórgeir EinarssonBolungavík173.141156.884320.29855,6
422.Kubbur ehfSigríður Laufey Sigurðard.Ísafjörður74.8831.165.939411.72855,3
452.Hlökk ehfBryndís SigurðardóttirHólmavík67.463164.798199.20279,2
563.Steypustöð Ísafjarðar ehfEinar PéturssonÍsafjörður48.813306.543128.50662,6
596.A.Ó.A. útgerð ehfAðalsteinn Ómar ÁsgeirssonÍsafjörður43.96895.904304.07983,2
607.Þotan ehfElvar SigurgeirssonBolungavík42.103263.460237.53085,5
900.Endurskoðun Vestfjarða ehfElín Jónína JónsdóttirBolungavík17.158199.64946.73529,9
919.Bakarinn ehfGuðríður I KristjánsdóttirÍsafjörður15.649134.29548.28553,6
930.Sigurgeir G. Jóhannsson ehfSigurgeir G. JóhannssonBolungavík14.95976.86185.45084,2
954.Logi ehfBarði SæmundssonPatreksfjörður12.977180.02471.34275,8
1064.Vélsmiðjan Þristur ehfKristinn Mar EinarssonÍsafjörður5.811245.23747.33632,9
1074.Kolur ehfGunnbjörn Óli JóhannssonReykhólar5.121194.37141.67138,8
1113.ST2 ehfFriðgeir HöskuldssonDrangsnes2.920123.759105.71571,9
1134.Fiskvinnslan Drangur ehfÓskar Albert TorfasonDrangsnes1.766404.47646.36434,2
1140. Snerpa ehfBjörn DavíðssonÍsafjörður1.515241.76693.13763,7
1157.G.Ó.K. húsasmíði ehfGuðmundur Óli KristinssonBolungavík362116.54467.03059,9
1159.Tungusilungur ehfFreyja MagnúsdóttirTálknafjörður308173.02433.22123,2

DEILA