Vesturbyggð: 5,3 m.kr. í aukin útgjöld

Ráðhús Vesturbyggðar.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun 2022. Annars vegar er varið 3.316.000 kr til viðgerða á tveimur íbúðum við Sigtún 59 og Sigtún 67 sem eru í eigu Fasteigna Vesturbyggðar. Hins vegar var samþykkt aukinn launakostnaður við Tónlistaskóla Vesturbyggðar um 1.967.000 kr.

Samtals aukast útgjöldin um 5.283.000 kr. með viðaukanum, sem fer nú til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Með viðaukanum verður rekstrarniðurstaða A hluta lægri um 1,97 milljónir kr. og verður neikvæð um 78,2 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta samtals lækkar um 1,97 milljónir kr. og verður 48,1 milljón kr.

DEILA