Vestri: vígja nýja hólabraut á sunnudag

Á sunnudag kl 12 verður vígð hólabraut (pumptrack) sem er staðsett á hjólaplaninu við gömlu Steiniðjuna á Ísafirði. Ötull hópur á vegum hjólreiðadeildar Vestra hefur unnið hörðum höndum síðustu daga við að láta þetta verða að veruleika.

Vonandi er þetta upphafið af frekari uppbyggingu á hjólagarði á svæðinu segir í tilkynningu frá deildinni.

Komið endilega og samgleðjist, prófið að hjóla í góða veðrinu á sunnudag með tónlist og fjöri.

DEILA