Vestri: svekkjandi tap í lokaleiknum

Mark ársins í uppsiglingu. Gróttumenn skalla boltann út fyrir teiginn, þar tók Madsen á móti honum og þrumaði boltanum í slána og inn, andartaki eftir að myndin var tekin. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Karlalið Vestra lék um helgina lokaleikinn í Lengjudeildinni þetta keppnistímabilið. Lið HK í Kópavogi var sótt heim, en það hefur unnið sér sæti í Bestu deildinni á næsta ári. Vestri sýndi góðan leik, einkum í fyrri hálfleik og Martin Montipo skorðai á 11. mínútu leiksins og kom Vestra yfir. Í seinni hálfleik sótti HK meira en Vestramenn vörðust vel. Örfáum mínútum fyrir leikslok, á 86. mín. fékk Daniel Osafo-Badu sitt seinna gula spjald fyrir litlar sem engar sakir og var vísað af leikvelli. HK tókst að skora tvö mörk á þessum stutta tíma sem eftir var og fór með sigur af hólmi 2:1. Leikmenn Vestra voru mjög ósáttir við dómarann að leik loknum.

Vestri lauk tímabilinu í 10. sæti deildarinnar með 28 stig. En stutt var á milli liða og ef sigur hefði unnist hefði Vestri endað í 6. sæti. Liðin fá 3. til 10. sæti voru greinilega mjög jöfn og skildi lítið á milli þeirra. Á báðum endum töflunnar voru svo tvö lið sem skráu sig frá hinum. Efstu liðin Fylkir og HK voru með töluvert forskot á næstu lið og neðstu liðin Þróttur Vogum og KV var einnig töluvert lakari en liðin fyrir ofan.

DEILA