Vestri: meistaraflokkur kvenna verður á næsta ári

Kvennalið Vestra í 3. flokki á Rey Cup 2022. Mynd: Vestri.is

Nýlega var haldinn fundur hjá knattspyrnudeild Vestra til þess að kanna hvort vilji væri til þess að um stofnun meistaraflokks kvenna hjá knattspyrnudeild Vestra. Tinna Hrund Hlynsdóttir, sem var meðal fundarboðenda sagði í samtali við Bæjarins besta að fundurinn hafi heppnast vel, „það var fínasta mæting á hann. Líklega hafa verið á bilinu 20-30 manns í heildina og þar á meðal stelpurnar sem ætla sér að taka þátt í þessu verkefni.“

Kristján Þór Kristjánsson, bæjarfulltrúi stýrði fundinum fór yfir það hvað þarf að gerast til að þetta verði að veruleika. Stelpurnar fengu síðan nokkurra daga umhugsunarfrest til að fara yfir það hvort að þær væru tilbúnar í þessa skuldbindingu.

Tinna sagði að niðurstaðan hafi orðið sú að stúlkurnar eru tilbúnar í þetta verkefni og „nú er leitað eftir galvöskum og áhugasömum einstaklingum til að koma í þetta verkefni með þeim, það þarf að mynda stjórn og það vantar fólk í stjórn meistaraflokksráðs kvenna.“

Kristján Þór segir að verið sé að setja saman meistaraflokksráð ásamt því að leita að þjálfara fyrir komandi tímabil.  Hann segir að allir áhugasamir um starfið séuu velkomnir hvort sem er í meistaraflokksráð eða annan stuðning við verkefnið.

DEILA