Stjórn Knd. Vestra og Gunnar Heiðar Þorvaldsson hafa komist að þeirri sameiginlega ákvörðun að Gunnar Heiðar láti af störfum þegar núverandi tímabili líkur.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vestra.
Þar segir einnig að Gunnar Heiðar hafi komið inn í starfið á erfiðum tímapunkti í vor og að hann hafi staðið sig vel í öllum störfum fyrir félagið.
Knattspyrnudeildin þakkar Gunnari fyrir vel unnin störf og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í næstu verkefnum.
Gunnar var ráðinn í marsbyrjun eftir að Jón Þór Hauksson fékk sig lausan frá starfinu og réði sig til ÍA sem þjálfari liðsins.