Ungur Ísfirðingur lék einleik með Synfóníuhljómsveitinni

Ungur ísfirskur píanóleikari Mikolaj Ólafur Frach lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands s.l. föstudag á hátíðartónleikum Klassíkin Okkar sem voru í beinni útsetningu á RUV.

Þar komu fram á svið 12 framúrskarandi einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg og fluttu kafla úr uppáhalds einleikskonsertum þjóðarinnar undir stjórn Daníels Bjarnasonar.

Mikolaj stóð sig með mikilli prýði á tónleikunum.

Upptöku af tónleikum og viðtal við Mikolaj má sjá á vef RUV í hlekk fyrir neðan.

https://www.ruv.is/frett/2022/09/03/ungur-pianosnillingur-flutti-aerslafullan-konsert

DEILA