Þorskafjörður: byrjað að steypa brúna

Frá framkvæmdunum við brúarsmíðina. Myndin var tekin í þesari viku. Mynd: Jón Halldórsson.

Helmingurinn af Þorskafjarðarbrúnni var steyptur fyrir tveimur vikum. Á vefsíðu Reykhólahrepps er sagt frá því að steypt var í einu lagi 130 metrar. Í þennan hluta fóru um 1.300 m3 af steypu. Áður var búið að steypa stöpla, 7 að tölu. Það eru byggingafyrirtækið Eykt og Steypustöðin sem sjá um brúasmíðina.

Mikinn undirbúning þarf fyrir þetta stóra steypu og ekkert má fara úrskeiðis. Því voru vara tæki af öllu tagi til taks, steypubíll, steypudæla, hjólaskófla til að moka í steypustöðina og varaleiðir til vatnsöflunar.

Er skemmst frá því að segja að allt gekk án mikilla áfalla þessar liðlega 30 klst. sem steypuvinnan tók.

Frá steypuvinnunni. Mynd: Ingólfur Kjartansson.

DEILA