Þingeyri: Ketill Berg formaður Blábankans

Blábankinn Þingeyri.

Í síðustu viku var haldinn aðalfundur Blábankans, samfélagsmiðstöðvar á Þingeyri.

Á liðnu ári var farið í endurskoðun framtíðarsýnar og stefnumótunar. Nýr vefur leit dagsins ljós. Ráðinn var nýr
framkvæmdastjóri, Birta Bjargardóttir. Endurfjármögnun starfseminnar til næstu þriggja ára hefur gengið eftir með samningum við styrktaraðila. Stærsta verkefnið var Startup Westfjords, með sjálfbærni sem þema ársins. Önnur stór verkefni í rekstrinum eru samvinnurými, íbúaþjónustu og aðstaða fyrir ýmsa félagsstarfsemi og námskeiðshald, s.s. fyrir athafnaklúbb Þingeyrar og Íbúasamtökin.

Rekstrartekjur voru 13,8 m.kr. og óverulegt tap varð af rekstrinum og eigið fé er 3,7 m.kr.

Í nýkjörinni stjórn sitja:

Ketill Berg Magnússon, óháður formaður
Guðrún Steinþórsdóttir, fulltrúi Íbúasamtakanna Átak
Sædís Ólöf Þórsdóttir, fulltrúi Ísafjarðarbæjar
Helgi Ragnarsson, fulltrúi Arctic Fish
Arna Lára Jónsdóttir, óháð

Ketill Berg Magnússon var kosinn formaður, og Sædís Ólöf Þórsdóttir ritari/varaformaður.

DEILA