Tangi: leikskóladeildin stækkuð

Leikskóladeildin Tangi. Mynd: isafjordur.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur jákvætt í hugmyndir um stækkun leikskóladeildarinnar Tanga á Ísafirði. Var bæjarstjóra falið að finna heppilega staðsetningu fyrir stækkunina og kostnaðarmeta hana.

Skortur á plássi í leikskólahúsnæði Tanga, en leikskólabörnum þar fer fjölgandi á komandi árum. Miðað við þau viðmið sem Ísafjarðarbær og Vinnueftirlitið setja varðandi fjölda leikskólanema í hverju rými er ljóst að núverandi húsnæði Tanga er of lítið fyrir barnahópinn sem kemur þangað haustið 2023. Jafnframt lítur út fyrir að aðrir nemendahópar
sem koma á eftir verði líka of stórir fyrir húsnæðið segir í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

Deildarstjóri Tanga leggur til að keypt verði skógarhús sem hægt verði að setja upp fyrir ofan Urðarveg. Húsið yrði þá staðsett við lundinn sem börnin á Tanga hafa byggt upp ásamt starfsfólki Tanga. Hugmyndin er að einn leikskólahópur verði þar í einu í viku í senn á meðan hinir eru í húsnæðinu við Austurveg. Síðan fer næsti hópur og er þar í viku og svo framvegis. Þannig væri bæði hægt að koma öllum 5 ára börnunum fyrir og efla verulega útikennsluna á Tanga.

DEILA