Suðurtangi: samið við keyrt og mokað ehf

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti í gær að semja við Keyrt og mokað ehf. vegna verksins „Gatnagerð Suðurtangi – Hrafnatangi fráveita“ og fól bæjarstjóra að ganga til samninga við félagið á grundvelli nýrrar verkáætlunar, að fjárhæð kr. 30.983.600.

Gerðar hafa verið breytingar á verkinu sem boðið var út, dregið úr umfangi þess og t.a.m. var heimtaugum og brunnum fækkað og hliðrun í lagnaleið. Við það lækkaði kostnaðaráætlun úr 36,8 m.kr. í 31 m.kr. Tilboð lægstbjóðanda Keyrt og mokað ehf var 49,6 m.kr.

DEILA