Suðurtangi: öll tilboð vel yfir kostnaðaráætlun

Í síðustu viku voru opnuð útboð í fráveitulagnir á Suðurtanga. Þrjú tilboð bárust.

Keyrt og mokað ehf., bauð 49.584.290 kr. sem er 35 % yfir kostnaðaráætlun.
Kjarnasögun ehf. bauð 61.267.740 kr. eða 66.5% yfir kostnaðaráætlun
Steypustöð Ísafjarðar 58.864.754. kr. sem er 60 % yfir áætlun.
Kostnaðaráætlun er kr. 36.793.934.

Bæjarráð heimilaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ganga til samningaviðræðna við lægstbjóðanda.

Verkið felur í sér jarðvegsskipti, lagnavinnu á hluta af götum á Suðurtanga á Ísafirði. Um er að ræða 69 metra langan kafla á Suðurtanga og 75 metra kafla á Hrafnatanga, fylla skal undirfyllingu í götu og skurðstæði með burðarhæfri möl, grafa skal fyrir lögnum. Fylling er um 1700 rúmmetrar á Suðurtanga og um 2200 rúmmetrar á Hrafnatanga. Verklok eru 15. nóvember 2022.

DEILA