Súðavík: laun kjörinna fulltrúa tengd við þingfararkaup

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps 2018-2022.

Sveitarstjórn Súðavíkur samþykkti á síðasta fundi breytingu á greiðslum kjörinna fulltrúa fyrir trúnaðarstörf. Eru launintengd við þingfararkaup. Oddviti fær 6% af þingfararkaupi, 80.735 kr. á mánuði en er greitt sérstaklega fyrir fundarsetu. Fyrir hvern fund í sveitarstjórn er greitt 2% af þingfararkaup eða 26.912 kr. Sama fær formaður fastanefndar og almennur nefndarmaður fastanefndar fær 1% af þingfararkaupi eða 13.456 kr.

Áður fékk oddviti 51.000 kr á mánuði og greiddar voru 12.500 kr. fyrir hvern sveitarstjórnarfund. Formaður fastanefndar fékk 10.000 kr. og almennur nefndarmaður 7.500 kr.

Sömu laun gilda fyrir setu í stjórnum félaga í eigu Súðavíkurhrepps.

DEILA