Strandabyggð: minnihlutinn vill viðræður um sameiningu sveitarfélaga

A listinn, sem er í minnihluta í sveitarstjórn Strandarbyggðar lagði til á síðasta fundi að óskað yrði eftir viðræðum um sameiningu við nærliggjandi sveitarfélög sem nú þegar eru í samstarfi og mynda sameiginlegt atvinnu-, þjónustu-og félagssvæði.

Samþykkt var að vísa umræðunni til vinnufundar sveitarstjórnar.

Nærliggjandi sveitarfélög eru Kaldrananeshreppur, Árneshreppur, Reykhólahreppur og Dalabyggð.

Í desember 2021 varð það niðurstaða sveitarstjórnar Strandabyggðar að óska eftir viðræðum við Reykhólahrepp um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. Hafði sveitarstjórnin áður sent fjórum sveitarfélögum Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Reykhólahrepp, Dalabyggð og Húnaþingi vestri erindi um afstöðu þeirra til sameiningar og að fengnu neikvæðu svari Árneshrepps var óskað eftir viðræðum við Reykhólahrepp.

DEILA