Óbyggðanefnd: þinghald aftur í október

Frá þinghaldinu í september. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Óbyggðanefnd kemur aftur vestur í byrjun næsta mánaðar og tekur þá til aðalmeðferðar fimm mál til viðbótar við þau þrjú sem meðferð lauk í í vikunni.

Í Óbyggðanefnd eru þrír aðalmenn og varamenn eru einnig þrír. Að sögn ritara nefndarinnar er venjan sú að seta í tilteknum málum í nefndinni skiptist milli aðal- og varamanna, þ.e. í hverju formlega skilgreindu máli er nefndin skipuð þremur fulltrúum sem geta ýmist verið úr hópi aðal- eða varamanna. Þannig háttaði til í aðalmeðferðinni í vikunni í Edinborgarhúsinu á Ísafirði að í þeim þremur málum sem tekin voru fyrir að tveir aðalmenn og einn varamaður skipa Óbyggðanefndina.

Þegar nefndin kemur aftur til að taka fyrir málin fimm sem eftir eru mun samsetning nefndarinnar verða önnur en er í málunum þremur og raunar mismunandi í málunum.

DEILA