Laugardalsá: komnir 84 laxar

Laugardalsá.

Veiðast hafa 84 laxar í Laugardalsá í sumar samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem hefur ána á leigu. Á sama tíma í fyrra voru komnir 95 laxar og alls veiddust 111 laxar yfir vertíðina þá.

Þrátt fyrir dræmari veiði í ár en í fyrra enn sem komið er er enn möguleiki á að rætist úr. „Þó eru nokkur holl eftir, þar með talið árnefndarhollið sem lokar ánni 17.-19. september en þeir lönduðu 11 löxum í fyrra ef við munum rétt – svo það getur ýmislegt gerst þessa síðustu viku.“ segir í svari Stangveiðifélagsins.

DEILA