Jöfnunarsjóður sveitarfélaga : 575 m.kr. í skólaakstur

Reykhólar.

Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögur um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til skólaaksturs úr dreifbýli fyrir næsta ár. Alls verður varið 575 milljónum króna til þess að jafna útgjöld sveitarfélaga á landinu.

Hæst eru framlögin til víðfeðmra og dreifbýlla sveitarfélaga. Skagafjörður mun fá hæstu framlögin eða 56 milljónir króna. Múlaþing á Austurlandi fær 55 milljónir króna. Húnaþing vestra og Borgarbyggð fá 46 milljónir króna hvort sveitarfélag.

Fimm sveitarfélög á Vestfjörðum fá framlög úr Jöfnunarsjóðnum samtals 43,5 m.kr. Reykhólaveit fær hæstu framlögin 14,7 m.kr. Þá kemur Vesturbyggð með 12,4 m.kr. Ísafjarðarbær fær 9,3 m.kr., Strandabyggð 5,7 m.kr. og loks Kaldrananeshreppur með 1,3 m.kr. Fjögur sveitarfélög á Vestfjörðum fá engin framlög Bolungavík, Tálknafjörður, Súðavík og Árneshreppur.

DEILA