Ísafjörður: nýir eigendur í Kampa

Hvetjandi á 10% hlutafjár í Kampa. Mynd: Kristinn H Gunnarsson.

Tvær rækjuútgerðir hafa gengið til liðs við Kampa ehf á Ísafirði þ.e. Tjaldatangi ehf. sem gerir út Klakk og Vestri ehf. sem gerir út samnefnt skip og eiga þær 51% hlutafjár. Áður átti Birnir ehf 70,71% hlutafjár.
Með þessu nýja samstarfi við núverandi hluthafa eru bundnar vonir við að félagið eflist og styrkist til framtíðar m.a.með samhæfingu veiða og vinnslu.
Kampi er ein afkastamesta rækjuverksmiðja landsins og hefur á að skipa hæfum og reynslumiklum starfsmönnum.

Ný þriggja manna stjórn er skipuð Jóni Árnasyni f.h. Vestra ehf Patreksfirði, Árna Stefánssyni f.h. Tjaldtanga ehf Ísafirði og Magnúsi Pálma Örnólfssyni f.h. annara hluthafa.

DEILA