Launakostnaður Ísafjarðarbæjar fyrir tímabilið janúar – ágúst 2022 nam 2.142 milljónum króna samanborið við áætlun
upp á 2.193 m.kr. Launakostnaður er því 51,2 m.kr. undir áætlun eða 2,3%.
Þetta kemur fram í minnisblaði deildarstjóra launadeildar. Frávikin á einstökum deildum eru mest hjá velferðarsvæði sem er 11 milljónum króna undir áætlun, æskulýðs- og íþróttasviði sem er 19 milljónum króna undir áætlun og í fræðslumálum eru rauntölur 9 m.kr. undir áætlun. Hafnarsjóður er rúmum 10 milljónum króna yfir áætlun.
Á velferðarsviði er það launakostnaður við stuðningsþjónustu og dagdeild aldraða sem er helst undir áætlun. Við stuðningsþjónustuna er launakostnaðurinn 10 m.kr undir eða 18% og 7 m.kr. við dagdeild aldraða eða 38%.
Á fræðslusviði er launakostnaður á Sólborg 10 m.kr. eða 5% undir áætlun.
Í æskulýðs- og íþróttamálum er vinnuskólinn 13 m.kr. undir áætlun eða 62%, íþróttahúsið Torfnesi er 4 m.kr. undir áætlun eða 20% og skíðasvæðið er einnig 4 m.kr. undir áætlun eða 12%.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2022/09/Isafjbaer_laun22.png)