Húsameistari í hálfa öld

Fáir íslenskir arkitektar hafa átt lengri og viðburðaríkari starfsævi en Einar Erlendsson. Enginn varð til að skrá þá merku sögu á meðan Einars naut við en sjálfur gaf hann sig lítt að því að ræða eða skrifa um eigin störf.

Nú hefur loks verið ráðin nokkur bót á með því yfirlitsriti sem hér lítur dagsins ljós. Glæsileg bók um meistara hinnar íslensku steinsteypuklassíkur.

Útgefandi bókarinnar er Hið íslenska bókmenntafélag en það er Björn G. Björnsson sem á þakkir skildar fyrir að heiðra minningu hins merka húsameistara með glæsilegri samantekt um ævi hans og verk.

Sigríður Björk Jónsdóttir byggingarlistfræðingur ritar um þátt Einars Erlendssonar í myndun Reykjavíkur og mótun hinnar íslensku steinsteypuklassíkur.

DEILA