Hólskirkja: sr Fjölnir tekur við um áramótin

Frá messunni í gær. Mynd: Hólssókn.

Messað var í Hólskirkju í Bolungarvík í gær, 25. september 2022. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti þjónuðu fyrir altari en sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir predikaði. Guðrún Bjarnveig Magnúsdóttir var organisti og stjórnaði Kirkjukór Bolungarvíkur. Einar Jónatansson er formaður sóknarefndar. Að lokinni messu var kaffisamsæti í Safnaðarheimili Hólskirkju sem Kvenfélagið Brautin í Bolungarvík annaðist.

Sr. Ásta Björg flyst um áramótin til Reykjavíkur og tekur við nýju embætti í Laugardalnum og sr. Fjölnir mun hafa skrifstofu í Bolungavík og þjóna Hólssókn.

DEILA