Hólmavík: góð kartöfluuppskera

Þorvaldur Garðar Helgason með uppskeruna. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Kartöfluuppskera á Hólmavík virðist ætla að verða góð þetta haustið. Bæjarins besta hitti Þorvald Garðar Helgason með uppskeruna undan nokkrum grösum og eins og sjá má eru kartöflurnar stórar. Hann sagði uppskeruna mjög góða að þessu sinni, ólíkt því sem verið hefði í fyrra, þegar lítið kom upp undan grösunum.

DEILA