HG langstærsta útgerðarfélagið á Vestfjörðum

HG er kvótahæsta vestfirska fyrirtækið.

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf í Hnífsdal er með mestan kvóta allra útgerðarfyrirtækja á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum Fiskistofu um úthlutun kvótabundinna fisktegunda á yfirstandandi fiskveiðiári. HG fékk úthlutað 10.441 tonni mælt í þorskígildum sem gerir fyrirtækið það 12. kvóthæsta á landinu. Jakob Valgeir ehf í Bolungavík er næststærst með 5.798 þorskígildistonn. Tíu kvótahæstu fyrirtækin eru með 24.025 þígtonn sem gerir 7,48% af úthlutuninni.

Stærðarröðþíg.
12Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf.410 Hnífsdalur10.441.7313,25%
16Jakob Valgeir ehf.415 Bolungarvík5.797.8191,80%
27Oddi hf.450 Patreksfjörður2.370.9690,74%
37Þórsberg ehf.460 Tálknafjörður1.530.4220,48%
42Vestri ehf.450 Patreksfjörður1.276.0550,40%
45Norðureyri ehf.430 Suðureyri1.159.7560,36%
68Mýrarholt ehf.415 Bolungarvík636.1580,20%
75Flugalda ehf400 Ísafjörður426.2290,13%
90Útgerðarfélagið Skúli ehf.520 Drangsnes239.4940,07%
102Stegla ehf460 Tálknafjörður147.3530,05%
24.025.9867,48%

DEILA