Núna þegar haustið er komið og veturinn er að ganga í garð þá fer tímabilið hjá handboltanum að byrja. Eftir sigursælt tímabil í fyrra sem endaði með deildarmeistara titli í Grill 66 deildinni fyrir Hörð þá er það Olísdeildin sem tekur við í vetur. Þetta verður í fyrsta skipti sem Hörður tekur þátt í efstu deild í handbolta sem og í fyrsta skipti sem handboltalið frá vestfjörðum gerir slíkt.
Mikil spenna er hjá liðinu yfir þátttökunni í efstu deild og um daginn voru strákarnir fyrir sunnan að keppa á Ragnarsmótinu á Selfossi, 17 til 20. ágúst. Tap gegn Fram og ÍBV í fyrstu tveim leikjunum en góður sigur í þriðja og síðasta leiknum gegn sterku liði KA.
Á meðan strákarnir voru fyrir sunnan skelltu þeir sér í myndatöku fyrir Stöð 2 og Olísdeildina. Þar tók hann Henry Birgir íþróttafréttamaður viðtal við hann Carlos okkar.
Viðtalið kom fyrir í íþróttafréttum stöðvar 2 25. ágúst og má sjá viðtalið inná vísi í eftirfarandi hlekki: Fréttagrein stöðvar 2 um nýliða Hörð í Olísdeildinni
Fyrsti leikur tímabilsins hjá Herði verður útileikur á Hlíðarenda gegn bikar-, deildar- og Íslandsmeisturum Val. Sá leikur fer fram föstudaginn 16. september klukkan 20:15.
Fyrsti heimaleikur tímabilsins verður svo rúmri viku seinna eða fimmtudaginn 22. september gegn KA klukkan 18:00 á Torfnesi. Eins og alltaf þá er FRÍTT á alla heimaleiki Harðar í vetur.
Sjá hér svo dagskrá vetrarins:
Helgi | Leikdagur | kl | Hvar | ||
16-18 sept | fös. 16. sep 2022 | 20:15 | Olís deild karla | Origo höllin | Valur – Hörður |
23-25 sept | fim. 22. sep 2022 | 18:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – KA |
fim. 29. sep 2022 | 19:40 | Olís deild karla | Skógarsel | ÍR – Hörður | |
30-2 okt | sun. 02. okt 2022 | 14:00 | Olís deild karla | Vestmannaeyjar | ÍBV – Hörður |
7-9 okt | lau. 08. okt 2022 | 16:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – Selfoss |
14-16 okt | |||||
21-23 okt | lau. 22. okt 2022 | 16:00 | Olís deild karla | TM Höllin | Stjarnan – Hörður |
28-30 okt | sun. 30. okt 2022 | 16:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – Afturelding |
4-6 nóv | sun. 06. nóv 2022 | 16:00 | Olís deild karla | Kaplakriki | FH – Hörður |
11-13 nóv | sun. 13. nóv 2022 | 16:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – Fram |
18-20 nóv | sun. 20. nóv 2022 | 16:00 | Olís deild karla | Hertz höllin | Grótta – Hörður |
25-27 nóv | |||||
2-4 des | lau. 03. des 2022 | 16:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – Haukar |
9-11 des | sun. 11. des 2022 | 16:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – ÍBV |
16-18 des | lau. 17. des 2022 | 16:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – Valur |
23-25 des | |||||
30-1 jan | |||||
6-8 jan | |||||
13-15 jan | |||||
20-22 jan | |||||
27-29 jan | |||||
3-5 feb | sun. 05. feb 2023 | 16:00 | Olís deild karla | KA heimilið | KA – Hörður |
10-12 feb | sun. 12. feb 2023 | 16:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – ÍR |
17-19 feb | sun. 19. feb 2023 | 16:00 | Olís deild karla | Set höllin | Selfoss – Hörður |
24-26 feb | mán. 27. feb 2023 | 18:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – Stjarnan |
3-5 mars | fös. 03. mar 2023 | 19:30 | Olís deild karla | Íþróttam. Varmá | Afturelding – Hörður |
10-12 mars | |||||
17-19 mars | |||||
24-26 mars | lau. 25. mar 2023 | 14:00 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – FH |
31-2 apríl | lau. 01. apr 2023 | 18:15 | Olís deild karla | Framhús | Fram – Hörður |
mið. 05. apr 2023 | 19:30 | Olís deild karla | Ísafjörður | Hörður – Grótta | |
7-9 apríl | |||||
mán. 10. apr 2023 | 19:30 | Olís deild karla | Ásvellir | Haukar – Hörður |
Þráinn Ágúst Arnaldsson