Grunnskólinn á Ísafirði: kostnaður vegna myglu orðinn 41,6 m.kr.

Kostnaður við framkvæmdir við suðurhlið gula hússins í Grunnskóla Ísafjarðar sumarið 2022 er orðinn 41,6 m.kr. Þetta kemur fram í yfirliti frá Eflu verkfræðistofu. Kostnaðaráætlun er 46,6 m.kr. Ekki er öllu lokið.

Um er að ræða stofur 109-111 og 211-213 auk aðliggjandi ganga norðurhliðar.

Við upphaf framkvæmda í maí s.l. var byrjað á að fjarlægja húsgögn og námsbækur úr stofum. Húsgögn voru þrifin og flutt frá framkvæmdarsvæði. Bókum og kennslugögnum var ýmist hent eða komið fyrir í öðrum rýmum skólans. Settir voru upp plastveggir til að afmarka rakaskemmda útveggi frá óskemmdum hluta stofanna.

Eftirtaldir verkþættir hafa verið framkvæmdir.
Innanhúss:
➢ Ofnar og ofnalagnir fjarlægðar
➢ Rif og hreinsun múrhúðar og korks innan af útveggjum suðurhliðar á 1.hæð og 2.hæð
➢ Útveggir slípaðir að innan með bollaskífu inn í hreina steypu
➢ Gluggar og gler fjarlægt á báðum hæðum
➢ Sprunguþéttingar útveggja með inndælingu úr polyurethan tveggja þátta efni
➢ Ryðhreinsun á steypustyrktarstáli, steypuhula var mjög lítil og þurfti að múra inn í gluggagöt til að ná
viðeigandi steypuhulu utan um stálið
➢ Tilfallandi múrviðgerðir
➢ Filtun með múr innan á útveggi
➢ Útveggir einangraðir með 100 mm frauðplasteinangrun og múrað á einangrun
➢ Útveggir sandsparslaðir og málaðir
➢ Nýir ofnar og ofnalagnir sett upp
➢ Stofur og aðliggjandi gangar parketlagðir og öll rými endurmáluð
➢ Loftljós í kennslustofum endurnýjuð, sem og sett rafdrifin opnun á opnanleg fög glugga

Utanhúss:
➢ Útveggir háþrýstiþvegnir
➢ Málning slípuð af útveggjum
➢ Múrviðgerðir á köntum og bitum, auk viðgerða kringum steypustyrktarstál
➢ Nýir timburgluggar og sólstopp gler sett í gluggagöt, útihurðir endurnýjaðar á 1.hæð
➢ Útveggir filtaðir með flísalími og einangraðir með 50 mm drenerandi einangrun
➢ Múrklæðning sett yfir einangrun, vatnsbretti úr náttúrstein sett undir alla glugga
➢ Veggir grunnaðir og málaðir í hvítum lit

DEILA