Sú breyting hefur orðið á nemendagörðum á Flateyri að í stað þriggja húsa með 26 íbúðum verður reist eitt hús með 14 íbúðum. Nýtt stofnvirði skv. samþykktri umsókn hjá HMS er því 236,9 m.kr. og 12% framlag Ísafjarðarbæjar því 28,4 m.kr., helmingur greiddur við undirritun samnings, og helmingur við verklok.
Í mars síðastliðinn hafði bæjarráð samþykkt byggingaráform upp á um 370 m.kr. og stofnframlag sveitarfélagsins því um 44,5 m.kr.
Bæjarráðið tók málið fyrir á fundi sínum í gær og samþykkti breyttan samning Ísafjarðarbæjar um stofnframlag.
Nemendagarðar Lýðskólans hses. á Flateyri greiða full leyfis- og gatnagerðargjöld af byggingunni, en geta nýtt stofnframlög sveitarfélagsins til greiðslu gjaldanna.