Fjórðungssamband Vestfirðinga: stjórnarformaður fái 9% af þingfararkaupi á mánuði

Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Ísafirði 2021. Skorað er á sveitarstjórnarfólk. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrir Fjórðungsþingi Vestfirðinga liggur tillaga um laun stjórnar sambandsins. Lagt er til að stjórnarformaður 9% af gildandi þingfararkaupi í föst mánaðarlaun og 2% af þingfararkaup fyrir aðra fundi en stjórnarfundi. Það jafngildir 121,179 kr á mánuði í föst laun og 29.928 kr fyrir hvern fund annan en stjórnarfund. Aðrir stjórnarmenn fái 4,5% af þingfararkaupi 60.589 kr. fyrir stjórnarfundi.

Loks er lagt til að formenn nefnda fái 4,5% af þingfararkaupi fyrir hvern fund og aðrir fulltrúar fái 3%.

Í greinargerð með tillögunni segir að byggt sé á tillögu starfsháttanefndar Vestfjarðastofu um þóknun stjórnar
Vestfjarðastofu og feli í sér óbreytt hlutfall af þingfarakaupi.

DEILA