Fjórðungssamband Vestfirðinga: Jóhanna Ösp áfram formaður

Jóhanna Ösp Einarsdóttir. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólasveit er áfram formaður stjórnar Fjórðungsambands Vestfirðinga. Þetta var ákveðið á Fjórðungsþinginu um helgina. Aðrir í stjórn eru Aðalsteinn Egill Traustason, Ísafjarðarbæ, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðarbæ, Lilja Magnúsdóttir, Tálknafirði og Magnús Ingi Jónsson, Bolungavíkurkaupstað.

Varamenn í stjórn voru kjörnir: Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ, Gylfi Ólafsson, Ísafjarðarbæ, Anna Vilbrg Rúnarsdóttir, Vesturbyggð, Bragi Þór Thoroddsen, Súðavíkurhreppi og Þorgeir Pálsson, Strandabyggð.

Kosið er til tveggja ára.

DEILA